Bandarísk hlutabréf hafa lækkað í viðskiptum í dag, líkt og í Evrópu. Litlar líkur eru taldar á að umgjörð björgunaraðgerða evruríkja verði breytt til hins betra á fundi ráðamanna evruríkja á morgun. Töluverðar væntingar hafa verið gerðar til fundarins og útkomu hans, að því er Financial Times greinir frá.

Nasdaq vísitalan hefur lækkað um 0,7% í viðskiptum vestanhafs í dag. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 0,44% en lækkunin nam 1% við opnun markaða.