Heildarvelta með hlutabréf nam 22.351 milljón krona í maí síðastliðnum eða um 1.118 milljónum króna að meðaltali á dag. Þetta er 34% minni velta en í apríl þegar veltan nam 1.706 milljónum króna að meðaltali á dag. Ef horft er til 12 mánaða þá jafngildir þetta 42% minni veltu en í maí í fyrra. Til samanburðar nam velta með hlutabréf 1.916 milljónum á dag í maí í fyrra.

Fram kemur í yfirliti Kauphallarinnar um viðskiptin í nýliðnum mánuði að mesta veltan var með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 6.325 milljónir króna. Næst mesta veltan var með hlutabréf Haga eða upp á 3.024 milljónir, þar eftir HB Granda upp á 1.910 milljóni króna en 1.588 milljónir króna með hluta TM og 1.500 milljónir með hlutabréf VÍS.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% á milli mánaða í maí og stendur hún nú í 1.161,0 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina á hlutabréfamarkaði eða 27,8%. Íslandsbanki var með 24,0% hlutdeild og Landsbankinn með 18,6%.