Verðbólga í Þýskalandi hækkaði um 0,1% í ágúst frá fyrri mánuði, en síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,9% og dregur þ.a.l. úr verðbólguhraðanum í fyrsta sinn í fjóra mánuði.

Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að þýska hagkerfið hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri, aðallega sökum mikils atvinnuleysis og hækkandi olíuverðs. Atvinnuleysi mældist 11,6% í júlí og nálgast því óðum því ástandi sem ríkti rétt eftir seinni heimsstyrjöldina, en þá var atvinnuleysi í kringum 12%. Olíuverð hefur hækkað um 55% það sem af er þessu ári og náði $68 í dag á markaðnum í New York. Mikið atvinnuleysi ásamt hækkandi olíuverði hefur haft sligandi áhrif á einkaneyslu heimila. Minni einkaneysla hefur haft þær afleiðingar að fyrirtækjum reynist erfiðara að hækka verð á vörum sínum samhliða hækkandi rekstrarkostnaði.

Síðastliðna 16 mánuði hefur verðbólga á evrusvæðinu haldist rétt fyrir ofan 2% verðbólgumarkmið evrópska seðlabankans (ECB) að undanskildum einum mánuði þar sem það féll fyrir neðan markmiðið.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.