Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,8% í síðasta mánuði. Til samanburðar mældist 3% verðbólga í nóvember, samkvæmt nýjustu upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Í netútgáfu Financial Times er haft eftir hagfræðingum að haldist aðstæður í horfinu megi gera megi ráð fyrir því að áfram muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum og muni hún verða komin nálægt 2% í vor. Á móti geti launaskrið, olíuverðshækkanir og hærra matvælaverð auðveldlega keyrt verðbólguna upp á ný.