Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 1,7% í maí mánuði og dregst saman um 0,1 prósentustig frá mánuðinum á undan. Hefur verðbólga í landinu dregist saman um 0,6 prósentustig frá byrjun árs. Er verðbólga því undir verðbólgumarkmiði Bandaríska Seðlabankans um 2% verðbólgu og hefur ekki verið lægri í tvö ár.

Velta í smásölu í Bandaríkjunum féll einnig um 0,3 prósentustig. Er þetta mesta lækkun á veltu í 16 mánuði. Einkaneysla stendur fyrir tveimur þriðju hlutum af hagkerfi Bandaríkjanna og hafa tölurnar því töluverð áhrif á ákvarðanir Seðlabanka landsins.

Seðlabankinn mun seinna í dag tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína og er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig en verðbólgu- og smásölutölurnar eru gætu mögulega sett þær fyrirætlanir í hættu.

Hagvöxtur á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1,2% og segir í frétt Reuters að minni einkaneysla hafi haldið aftur af hagvexti auk hægari vaxtar í birgðafjárfestingum.