Bandaríski stórmarkaðurinn Walmart hagnaðist um fjóra milljarða dala, jafnvirði 480 miljarða íslenskra, á síðasta fjórðungi. Þetta er 5,7% vöxtur á milli ára. Heildartekjur námu 113,5 milljörðum dala, sem er 4,5% vöxtur á milli ára. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð sem fyrirtækið greinir frá söluvexti í Bandaríkjunum. Verslunum Walmart í öðrum löndum gekk hins vegar ekki jafn vel.

Erlendur hluti Walmart stendur undir um 28% af heildarveltu keðjunnar, samkvæmt umfjöllun Financial Times af málinu. Sala Walmart jókst um 7,2% utan Bandaríkjanna. Það er talsverður samdráttur miðað við 10,9% vöxt á fyrsta fjórðungi ársins.

Gengisstyrking Bandaríkjadals gagnvert öðrum gjaldmiðlum veldur því að uppgjörið er ekki eins gott og vænst var. Ef gengisþáttur er undanskiinn uppgjörstölunum hækkar tekjuþátturinn um tvo milljarða dala.

Financial Times hefur eftir Mike Duke, forstjóra Walmart að fyrirtækið ætli nú að leggja áherslu á að vaxa í Kína, Brasilíu og í Mexíkó.