Efnahagsvæntingar þýskra fjármálasérfræðinga og fagfjárfesta drógust saman í maímánuði vegna verðbólguhættu og hás gengis evru. Væntingavísitala ZEW, þýskrar hagrannsóknarmiðstöðvar, lækkaði í -41,4 stig úr -40,7 stigum í apríl.

Meðalspá greinenda hljóðaði upp á -37 stig. Sérfræðingar segja hins vegar ólíklegt að aukinn svartsýni þýskra fjárfesta muni knýja Evrópska seðlabankann til að lækka hjá sér stýrivexti.