„Í dag er ódýrara að endurnýja með jarðstreng en loftlínu,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik. Mörg stór verkefni eru í gangi hjá fyrirtækinu á þessu og næsta ári.

„Stærsta verkefnið á þessu ári er hluti af stærra langtímaverk­efni sem reikn­ að er með að ljúki 2035. Verkefnið felst í að endurnýja dreifikerfi Ra­rik, sérstak­lega til sveita, úr loftlínum í jarðstrengi. Meðalaldur mastr­anna og kaplanna er yfir fjöru­tíu ár og því kominn tími til að endurnýja kerfið.“

Hann segir gamla dreifikerfið hafa upphaflega verið byggt með beinum framlög­um frá ríkinu en núna ber Rarik allan kostnaðinn af endurnýjun þess. Í dag er dreifikerfið rúm­lega 8.000 kílómetrar og um 47% af því eru komin í jörð.

Tryggvi segir að á þessu ári sé kostnaðurinn við endurnýj­unina 1,7 milljarðar króna og vegna nýrra lagna 1,2 milljarðar.

Rætt er við Tryggva í blaðinu Orka og iðnaður, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan