Undanfarna mánuði hefur mikil vinna verið lögð í að undirbúa dreifingu næstu kynslóðar debetkorta en þau munu hafa örgjörva með rafrænum skilríkjum.

Verkefnið er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkisins og Auðkennis fyrir hönd banka og sparisjóða. Undirbúningur er nú á lokastigi en stefnt er að því að dreifing slíkra skilríkja til almennings hefjist snemma á næsta ári.