Pósthúsið, sem er dótturfyrirtæki 365 miðla, tilkynnti Vinnumálastofnun í gær um uppsögn á 129 starfsmönnum sem starfað hafa við dreifingu Fréttablaðsins.

Ari Edwald, forstjóri 365 Miðla, segir að þær snúist fyrst og fremst um dreifingu á Fréttablaðinu á fimm stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Þeir eru á Suðurnesjum, Vesturlandi og á Suðurlandi þar sem hætt verður dreifingu inn á hvert heimili.

Hann segir að þrátt fyrir þetta verði ekki horfið frá þeirri stefnu að dreifa blaðinu frítt í öll hús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Hann segir að verið sé að hagræða í dreifingunni vegna stöðunnar á prentmarkaði.

„Við erum að hagræða hjá okkur allstaðar þar sem við komum því við til að koma í veg fyrir taprekstur á blaðinu og tengdum rekstri,“ segir Ari.