„Það er alltaf verið að hnýta í listafólk fyrir að hljóta starfslaun. Það er með ólíkindum að menn leggi ákveðnar stéttir í einelti þegar kemur að sjálfsögðum styrkjum en setji svo hendinga fyrir augað þegar kemur að miklu hærri styrkjum til annarra,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Viðskiptablaðið fjallaði um starfslaun listamanna á fréttavef sínum, vb.is, á dögunum.

Sigmundur gerði gagnrýni á starfslaun listamanna að umfjöllunarefni sínu við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Hann sagði mun fleiri en listafólk njóta styrkja ríkisins, s.s. sauðfjárbændur og kúabændur ásamt vísindamönnum sem þiggi styrki með einum eða öðrum hætti.

„Listafólk breikkar og auðgar samfélagið. Og hverjir gefa vinnu sína fyrir samfélagið? Það er einkum tónlistarfólk og rithöfundar,“ sagði Sigmundur Ernir.