Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september annan mánuðinn í röð. Eldri gildi hagvísins voru hins vegar endurskoðuð og það lítillega niðurávið. Hagvísirinn bendir þó til hagvaxtar yfir langtímaleitni. Hagvísinn er hægt að nálgast á hér . Hagvísirinn stendur í 101.8 stigum og hækkar um 0,6% milli mánaða.

„Fjórir af sex undirliðum hækka frá í ágúst, þ.e. komur ferðamanna, væntingavísitala Gallup, verðmæti fiskafla og MSCI hlutabréfavísitalan. Aðrir undirliðir lækka en í öllum tilvikum er leiðrétt fyrir áhrifum árstíðasveiflu og langtímaleitni. Mest áhrif hafa fjölgun ferðamanna og verðmæti fiskafla.

Mikill vöxtur er áfram í komum ferðamanna frá fyrra ári og langtímauppleitni einstakra undirþátta virðist enn að styrkjast. Áfram eru áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum, óvissu í efnahagsmálum nýmarkaðsríkja og Kína,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.