Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að jafnvel þótt engin alþjóðleg bankastarfsemi væri hér á landi þyrfti Seðlabanki Íslands að vera með drjúgan gjaldeyrisvarasjóð til að þjóna hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara.

Ásgeir hélt erindi á málstofu Seðlabankans í gær, undir yfirskriftinni: Lánveitingar til þrautavara: Kenningar og raunveruleiki.

„Það er mjög líklegt að bankakreppa og gjaldeyriskreppa eigi sér stað samtímis í litlum, opnum hagkerfum. Þá er varhugavert fyrir seðlabanka að dæla peningum út í kerfið, nema þá ef tryggt sé að unnið sé á móti áhrifum slíkra aðgerða með því að selja erlendan gjaldeyri á millibankamarkaði,“ segir Ásgeir.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .