Alls bárust tilboð að nafnvirði ISK 850 milljónir króna í skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitafélaga (í flokki LSS150224) fyrir helgi.

Í tilkynningu frá Lánasjóðinum kemur fram að ákveðið hafi verið að taka tilboðum að nafnvirði 180 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 5,8% en heildarupphæð flokksins er þá rúmir 13,2 milljarðar króna.

Lánasjóður sveitafélaga stefndi að því að taka tilboðum fyrir allt að 2 milljarða króna þannig að viðbrögðin við útboði sjóðsins voru ekki eftir væntingum.