Dröfn Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi mannauðsstjóra upplýsingatæknifélagsins Nýherja.

Fram kemur í tilkynningu að Dröfn hefur mikla reynslu á vettvangi mannauðsmála. Hún starfaði sem fræðslustjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur og síðan sem mannauðsráðgjafi á Menntasviði Reykjavíkurborgar eftir sameiningu leik- og grunnskólamála frá 2003-2007, sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2007-2009, fræðslustjóri Arion banka frá 2009-2011 og hefur síðastliðið ár starfað sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu.

Hún lauk B.A. prófi í sálfærði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í sálfræði með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Giessen í Þýskalandi.

Dröfn er kvænt Sigurði Bjarnasyni tölvunarfræðingi og eiga þau tvær dætur.