Ólöf Nordal, innanríkisráðherra svaraði fyrirspurn um hvort að hún myndi beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna frá Katrínu Jakobsdóttir á Alþingi í gær. Innanríkisráðherra sagði að hún teldi ekki þörf á sérstökum lögum um dróna.

Þrátt fyrir það boðaði hún að drög að reglugerð um notkun þeirra myndi birtast á vef ráðuneytisins í þessai viku til umsagnar almennings.

Í umræðum um málin mátti heyra dæmi um að drónar gætu gengið nærri friðhelgi, s.s. með að sveima fyrir utan glugga en í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt um að drónar hefðu verið fyrir utan glugga Seðlabanka Íslands.

Ólöf sagði í umræðum um málið að henni findist „að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“