Stjórnvöld eiga að draga lærdóm af því þegar Icesave-samningarnir voru gerðir og fá alþjóðlega lögfræðinga í lið með sér til að semja við erlenda kröfuhafa um uppgjör á þrotabúum föllnum bankanna, að mati Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis.

Heiðar benti á það eins og aðrir gestir á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag að erlendir vogunarsjóðir væri helstu kröfuhafar þrotabúanna.

Heiðar sagði umræðu um nauðasamningana föllnu bankanna og ógnin fyrir fjármálastöðugleikann sem af þeim stafaði minna sig á umræðuna í kringum Icesave-málið og þróun þess.

„[innskot blm: Alþjóðlegu lögfræðingarnir] eru að etja kappi við þessa vogunarsjóði daglega, þekkja þá út og inn, eru fagmenn,“ sagði hann.