Náðst hefur samkomulag milli slitabús Kaupþings, Dróma og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) um fullnaðaruppgjör afleiðusamninga sem gerðir voru fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Þar kemur fram að Drómi fái samþykkta almenna kröfu á hendur búinu að fjárhæð 6,35 milljarða króna samkvæmt tilkynningu til kröfuhafa Kaupþings. Þannig lýkur öllum útistanandi ágreiningsmálum milli Kaupþings, Dróma og SPRON.

Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar SPRON, segir í samtali við Morgunblaðið að niðurstaðan sé vel ásættanleg, en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um samkomulagið.