Fyrirtaka er í skuldamáli Dróma, þrotabúi Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans, í landakaupamáli fimm fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings fyrir hrun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta eru þeir Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings, forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, Steingrímur P. Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var yfir Kaupþingi í Lúxemborg.

Fimmmenningarnir keyptu fjórar jarðir á Mýrum í Borgarfirði í nafni félagsins Hvítsstaða á árunum 2002 til 2005 fyrir um 400 milljónir króna lán í japönskum jenum. SPRON og Sparisjóður Mýrarsýslu lánuðu fyrir kaupverðinu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að skuldin standi orðið í tæpum einum milljarði króna.