Greiningardeildir fyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers eða PwC eru þeirrar skoðunar að drón muni taka við ótal störfum innan aðeins fjögurra ára. Störf sem myndu annars kosta um 127 milljarða Bandaríkjadala í launakostnað - eða um 15.327 milljarðar króna - verða þá tekin yfir af drónunum. Frá þessu segir á vef Independent.

Drónamarkaðurinn sjálfur er metinn á ríflega 2 milljarða Bandaríkjadala eða 242 milljarða króna eins og hann leggur sig í dag. Meðal starfa sem drónarnir munu taka að sér er að þrífa glugga á háhýsum og fylgjast með ástandi ýmissa innviða á borð við brýr og byggingar. Þá munu þeir einnig geta flogið milli húsa með heitan mat frá veitingastöðum.