Notendur skjalageymslunnar Dropbox eru orðnir fleiri en 50 milljónir. Notendurnir vista ýmis skjöl á borð við textaskjöl, myndir, töflur, tónlist og myndbönd á Dropbox og geta deilt skjölunum með öðrum.

Yfir milljarður skjala er vistaður á Dropbox á hverjum þremur dögum. Dropbox var stofnað af tveimur skólafélögum í Massachusetts Institute of Technology og hjá fyrirtækinu starfa nú um 100 manns.

Í september á síðasta ári kom hópur fjárfesta að fyrirtækinu með 250 milljónir Bandaríkjadala í hlutafé, meðal annars Goldman Sachs. Heildarvirði Dropbox miðað við fjárfestingu hópsins er yfir fjórir milljarðar Bandaríkjadala samkvæmt frétt Wall Street Journal.

Hér má lesa viðtal Wall Street Journal við annan stofnanda Dropbox.