Breska fyrirtækið GlaxoSmithKline hyggst selja safaframleiðsluna Ribena og orkudrykkjaframleiðsluna Lucozade fyrir 1,35 milljarða sterlingspunda. Bloomberg greinir frá þessu. Upphæðin samsvarar 257 milljörðum króna.

Reiknað er með því að viðskiptin klárist í lok ársins en yfirvöld verða að samþykkja þau. Framleiðsla drykkjanna mun eftir sem áður fara fram á sama stað, í Royal Forest Factory í Gloucesterskíri.

Ribena hefur verið framleitt allt frá árinu 1933.