*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 13. október 2020 09:57

Dúkkulísuleikurinn skilar 9% minna

Tekjur Dress Up Games á Ísafirði minnkuðu um fjórðung en hagnaðurinn af auglýsingasölu leiksins fór niður í 6,3 milljónir.

Ritstjórn
Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dree Up Games sem heldur utan um samnefndan dúkkulísuleik en að neðan má sjá skjáskot af leiknum sem skilað hefur góðum tekjum af auglýsingasölu.
Edwin Roald Rögnvaldsson

Hagnaður Dress Up Games dróst saman um tæplega 9% á síðasta ári, úr 6,9 milljónum króna í 6,3 milljónir króna að því er Morgunblaðið greinir frá. Á sama tíma drógust tekjur félagsins saman um 25% milli ára, úr 21 milljón í 16 milljónir, en þær hafa farið minnkandi síðustu ár, því þær voru 38 milljónir árið 2016.

Dress Up Games er vefsíðufyrirtæki sem heldur utan um samnefndan dúkkulísuleik og aðra svipaða sem hægt er að spila ókeypis á vefnum, en tekjurnar koma af auglýsingasölu. Eigandi fyrirtækisins, Inga María Guðmundsdóttir sem býr á Ísafirði, var löngum hæsti skattgreiðandi Vestfjarðaumdæmis í hjá skattyfirvöldum. Hún stofnaði vefsíðuna árið 1998.

Eiginfjárhlutfall félagsins er 93%, og eigið fé 101 milljón en eignirnar námu í heild 108 milljónum króna í lok síðasta árs. Þá höfðu eignirnar dregist saman frá því að vera 126 milljónir í lok árs 2018 en eigið fé félagsins farið úr 118 milljónum króna.