Hlutdeild Samsons eignarhaldsfélags í hagnaði Landsbankans á fyrri hluta ársins nam alls 8.716 milljónum króna, að því er fram kemur í árshlutauppgjöri félagsins. Bókfært verðmæti eignarhlutans var samkvæmt uppgjöri 56.575 milljónir króna.

Eignarhluturinn í Landsbankanum var að nafnverði 4.559 milljónir króna í lok júní. Markaðsverð hlutabréfanna á sama degi nam 92.093 milljónum króna. Þetta þýðir að dulið eigið fé Samsons er liðlega 44 þúsund milljónir króna.

Í árshlutauppgjöri Samsons kemur fram að hlutafé að nafnverði 3.473 milljónir í Landsbankanum hafi verið sett að handveði á skuldum sem námu 45.054 milljónum króna 30. júní.

Á fyrri hluta ársins var veltufé frá rekstri 8.286 milljónir króna en í við lok júní var handbært fé sjö þúsund milljónir.