*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 1. maí 2017 13:02

Dulinn kostnaður er stóra málið

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri og annar eiganda Jáverks, telur umræðu um byggingarreglugerð á villigötum og segir menn einblína um of á atriði sem skipti minna máli í hinu stóra samhengi.

Ásdís Auðunsdóttir
Gylfi Gíslason, framkvæmdarstjóri Jáverk.
Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr kröfum núgildandi byggingarreglugerðar kvarta margir innan byggingargeirans yfir núverandi stöðu mála og segja hana enn standa byggingu ódýrari íbúða fyrir þrifum. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri og annar eigenda Jáverks, telur umræðuna hins vegar á villigötum og segir menn einblína um of á atriði sem skipti minna máli í hinu stóra samhengi. Þess í stað sé litið framhjá „stóra málinu“, sem sé hinn duldi kostnaður sem leggist þungt á byggingaraðila og leiðir í kjölfarið til hærra fasteignaverðs.

„Ég er ef til vill ekki sammála kollegum mínum hvað þetta varðar. Jú jú, byggingarreglugerðin er vissulega eitt og það eru auðvitað heilmiklar skorður sem felast í henni en að mínu mati koma ódýrari byggingarhættir oftast niður á einhvers konar gæðum. Ég hef ávalt verið talsmaður þess að þegar verið er að reisa fasteignir til framtíðar þá eigi menn ekki draga úr þeim gæðum sem þessum. Reglugerðin er þó auðvitað mjög niðurnjörvuð og heftandi þegar kemur að stærð rýma en það hefur þó verið dregið úr þessum kröfum þannig að hún er kannski ekki allra stærsta vandamálið lengur,“ segir Gylfi.

Ekki stóra spurningin

En ef það yrði nú dregið enn frekar úr þessum niðurnjörvuðu kröfum reglugerðarinnar væri þá ekki raunhæfara að byggja ódýrara fyrir vikið?

„Jú vissulega, en mér finnst menn engu að síður hafa fest sig svolítið í þessu máli, þetta er ekki stóra spurningin. Framkvæmdakostnaður á byggingarstað nær sennilega ekki 50% af söluverði íbúðar og menn eru að einblína á 2-3% af þessum 50%. Stóra málið í þessu er aftur á móti dulinn kostnaður. Í byggingarreglugerðinni eru gríðarlegar miklar kröfur um skil á allskyns gögnum frá hönnuðum og byggingaraðilum sem í raun  gagnast engum en eru mjög dýr.“

Nánar er fjallað um málið í Fasteignum, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Gylfi Gíslason