Kleinuhringjarisinn Dunkin’ Donuts tilkynnti í dag að fyrirtækið mun hefja starfsemi í Bretlandi, með því að opna 200 nýja sölustaði á næstu fimm árum.

Fyrirtækið var stofnað árið 1950 og selur 1700 milljónir kaffibolla á hverju ári. Fyrirtækið er búið að semja við tvö fyrirtæki sem munu aðstoða við opnun staðana í Bretlandi. Þessir staðir munu selja kaffi, kleinuhringi, morgunverð og fleira.

Fyrstu staðirnir sem verða upnaðir munu einkum verða í norður- og austurhluta Lundúna, eftir því sem fram kemur á vef London Evening Standard.