Kaffihúsakeðjan Dunkin' Donuts opnar sitt annað kaffihús á Íslandi í október næstkomandi og verður það staðsett á fyrstu hæð í Kringlunni.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi, er ánægður með staðsetninguna og segir það eðlilega þróun mála að annað kaffihúsið hér á landi verði í verslunarmiðstöðinni.

Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum 10 manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár.