Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið Dunkin' Donuts á í viðræðum við samstarfsaðila hér á landi um að hefja starfsemi hér. Þetta kemur fram í Markaðnum á Fréttablaðinu .

„Eftir að hafa kannað málið hjá alþjóðaskrifstofu okkar þá getum við staðfest að Dunkin' Donuts hefur verið í viðræðum við fyrirtæki á Íslandi um að selja hágæða kaffi, samlokur og bakkelsi á Íslandi undir merkjum Dunkin' Donuts. Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frekari upplýsingar á þessum tímapunkti,“ segir í svari starfsmanns almannatengslaskrifstofu fyrirtækisins til Markaðarins.

Keðjan starfrækir nú 11 þúsund kaffihús í 34 löndum víðs vegar um heiminn. Ef af verður yrði Dunkin' Donuts fyrsta alþjóðlega kaffihúsið hér á landi.