Skotleikurinn Dust 514, sem framleiddur er af CCP, hefur slegið í gegn á leikjaráðstefnunni E3 sem nú stendur yfir í Los Angeles. Leikjavefurinn IGN hefur valið Dust sem einn af bestu skotleikjum ráðstefnunnar og þá hefur tímaritið Playstation: The Official Magazine valið leikinn sem einn af tíu verðmætustu leikjunum.

E3-leikjaráðstefnan er ein sú stærsta í heimi og er CCP með sérhannað herbergi á ráðstefnunni þar sem blaðamenn og starfsfólk í leikjaiðnaði fær að spila og skoða leikinn ásamt viðbót við EVE Online sem kallast Inferno. Í tengslum við ráðstefnuna hefur einnig verið unnið að því að fjölga spilurum í svokallaðri beta-prófun á leiknum og eru þeir nú nokkrir tugir þúsunda. Leikurinn kemur svo út fyrir almenning í haust.

Hér að neðan má sjá myndir af leikjaráðstefnunni og myndir úr sýningarskála CCP.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dust 514 á E3
Dust 514 á E3