Viðbrögð blaðamanna í prufum á DUST 514 hafa verið mjög jákvæð, og í fyrstu umfjöllunum fjölmiðla frá E3 er m.a. talað um að hér sé kominn fram á sjónarsviðið leikur sem feli í sér nýjungar í leikjaheiminn, að því er segir í tilkynningu frá CCP.

Sú ákvörðun CCP að gefa leikinn út án endurgjalds gegnum PlayStation Network SONY - og vera þar með fyrsti leikur sinnar tegundar til að styðjast við slíkt viðskiptamódel, svokallað “Free to play”, við útgáfu - hefur haldið áfram að vekja mikla athygli. Í umfjöllun Investor’s Business Daily er leikurinn tekin sem dæmi um hvernig fyrirtæki í leikjaútgáfu leiti nýrra leiða í tekjuöflun.

Eins og greint var frá í gær var DUST 514 valinn einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar af tímaritinu PlayStation Official Magazine og leikjasíðan IGN hefur svo valið leikinn sem einn af bestu skotleikjum ráðstefnunnar.