Stjórnendur DV hafa tilkynnt að útgáfudögum blaðsins verður fækkað úr þremur í tvo á víku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá blaðinu.

Að auki kemur fram í tilkynningunni frá DV segir að sérstakur héraðsfréttavefur verði settur á laggirnar á Suðurnesjum, og hugsanlega víðar um landið.

Í fréttatilkynningu frá DV segir m.a:„... verður útgáfutíðni prentútgáfu DV breytt frá og með desembermánuði. Mánudags- og miðvikudagsblöð DV verða sameinuð í stærra vikublað sem kemur út á þriðjudögum.Með sameiningunni verður engin fækkun á útgefnum prentsíðum hjá DV, þar sem sameinað blað verður hátt í tvöfalt stærra en blöðin í sitt hvoru lagi, auk þess sem helgarblað DV verður stækkað."