Blaðamannafélag Íslands og útgefendur DV og dv.is hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir til næstu áramóta. Fram kemur í tilkynningu frá Blaðamannafélaginu að samningaviðræðurnar áttu sér skammann aðdraganda og gengu mjög vel.

Samningurinn verður borinn undir atkvæði til samþykktar eða synjunar síðar í þessari viku. Viðræðum við aðra fjölmiðla, sem standa utan Samtaka atvinnulifsins, miðar vel, að því er segir í tilkynningunni.

Kjaradeildu Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins (SA) hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og hefur sáttasemjari boðað til fundar í deilunni á morgun, þriðjudag.  Samtök atvinnulífsins fara með samninsgumboð fyrir Árvakur, útgefanda Morgunblaðsins, 365 og RÚV.