Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, og Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri blaðsins, voru í dag sýknaðir í meiðyrðamáli sem Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, höfðaði gegn þeim. Heiðar Már taldi ummæli um sig í blaðinu vera röng og meiðandi, og hafa valdið sig tjóni. Hann höfðaði því mál og vildi fá ummælin ómerkt og tjón sitt bætt. Hann fór fram á 4 milljónir í miskabætur.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að ummæli DV feli í sér ærumeiðandi aðdróttun og taldi ekki efni til að ómerkja ummælin.