*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 12. janúar 2016 11:09

DV tapaði 124 milljónum

Eigið fé DV var neikvætt um 29,5 milljónir króna árið 2014, en félagið hafði skilað rúmlega 120 milljóna tapi tvö ár í röð.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tap fjölmiðilsins DV árið 2014 nam tæplega 124 milljónum íslenskra króna. 

Rekstrartap fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 97 milljónum króna. Ofan á það bætast svo afskriftir og fjármagnsgjöld sem hljóða upp á um það bil 26,6 milljónir króna.

Eigið fé DV var þá neikvætt um 29,5 milljónir króna. Hlutafé nam 155 milljónum króna og endurmatsreikningur nam 68 milljónum króna. Þó var ójafnað tap 253 milljónir, sem gefur neikvætt eigið fé upp á 29,5 milljónir króna.

Eignir félagsins námu rúmlega 177 milljónum í lok árs 2014, en skuldir samtals hljóðuðu upp á 207 milljónir króna. Að lokum ber að nefna að handbært fé DV nam heilum 9.758 krónum í árslok 2014.

Pressan keypti ráðandi hlut í DV í nóvember 2014, en Björn Ingi Hrafnsson er annar eigandi Pressunnar ehf. Viðskiptablaðið fjallaði um afkomu Vefpressunnar nýlega.

Stikkorð: DV Vefpressan Pressan Ársreikningur Tap Björn Ingi Fjölmiðill