DV tapaði 37 milljónum á seinasta ári, samkvæmt ársreikningi. Er það heldur minna tap en árið áður þegar félagið tapaði 65 milljónum. Hluthafar félagsins lögðu fram 80 milljónir til aukningar á hlutafé. Skuldir DV námu 116 milljónum og eigið fé var tæpar 26 milljónir, en eigið fé var neikvætt um 15 milljónir árið áður. Skuldir lækkuðu á milli ára, úr 160 milljónum í 108 milljónir.

Launakostnaður DV dróst saman á milli ára og var 224 milljónir króna árið 2013 borið saman við rúmar 234 milljónir árið áður, þrátt fyrir sama meðalfjölda starfsmanna. Óefnislegar eignir DV, sem samanstanda af útgáfurétti og hugbúnaði sem tilheyra félaginu, voru metnar á 146 milljónir króna og hækkuðu um 21 milljónir á árinu, að teknu tilliti til afskrifta. Tekjur DV, aðrar en fjármunatekjur, eru ekki gefnar upp í ársreikningnum.