*

föstudagur, 18. október 2019
Frjáls verslun 28. febrúar 2019 14:46

Dvel lítið í framtíðinni – verkefnið er núna

Viðtal við Lindu Jónsdóttur, fjármálastjóra Marel, er í nýju tölublaði Frjálsar verslunar.

Ritstjórn
Linda Jónsdóttir kemur víða við í viðtali í síðasta tölublaði Frjálsar verslunar.
Haraldur Guðjónsson

Linda Jónsdóttir er fjármálastjóri stærsta fyrirtækis Íslands. Marel velti 160 milljörðum króna á síðasta ári og starfsmenn eru sex þúsund í 30 löndum um allan heim. Það er óhætt að segja að Linda hafi náð langt á þó ekki lengri starfsferli. Eins og algengt er á Íslandi byrjaði Linda að vinna samhliða háskólanámi á skrifstofu Eimskips og síðan þá hefur ferilinn verið óslitinn til sífellt meiri ábyrgðar og stjórnunarstarfa.

Linda er í viðtali í nýju tölublaði Frjálsar verslunar þar sem farið er yfir ferilinn. Frá skrifstofugólfinu hjá Eimskip, fjárfestingabankanum Straumi Burðarás og þar til hún tekur við stöðu fjármálastjóra Marel. Þá veitir Linda þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum góð ráð.

„Hugsa í lausnum og vera vakandi. Horfa í kringum sig og spyrja, hvað get ég lagt af mörkum og hvar eru tækifærin? Vera óhrædd við að keyra á hlutina og taka af skarið. Eitt af því sem ég hef uppgötvað á ferlinum er hvað maður getur haft mikil áhrif á gang mála. Það er hægt að breyta og koma málum í gegn ef maður er vakandi fyrir tækifærum og hefur augun opin fyrir því sem gera má betur," segir Linda Jónsdóttir í viðtali við Frjálsa verslun.  

Greinin birtist í tímariti Frjálsrar verslunar um fólk á uppleið í atvinnulífinu. Hægt er að kaupa tölublaðið hér eða gerast áskrifandi að Frjálsri verslun hér.