Sparisjóðirnir tíu sem eftir eru á Íslandi eiga eignir upp á um 60 milljarða króna sem er um 2% af eignum íslenskra fjármálafyrirtækja í dag. Af þessum tíu sjóðum eru fimm þeirra að hluta eða öllu leyti í eigu íslenska ríkisins.

Eignir ríkissparisjóðanna eru um 30 milljarðar.

Tveir sparisjóðir eru svo í eigu Arion banka og telja eignir þeirra um 17 milljarða. Samanlagðar eignir sparisjóðanna í dag eru því orðnar minni en eignir Sparisjóðs Keflavíkur fyrir hrun svo dæmi sé tekið.

Í frumvarpi fyrir lögum sem liggur fyrir Alþingi kemur fram að leyfilegt sé að sam- eina sparisjóði öðrum fjármálafyrirtækjum eða sparisjóðum. Einnig er opnað fyrir hlutafélagavæðingu sparisjóðanna og virðist því allt stefna í enn frekari útþynningu á sparisjóðakerfinu.