Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama bara eins og hún nú er.

Að ofan má sjá þróun dagblaðaútbreiðslu á fyrsta áratug aldarinnar. Hún er verulega undirlögð af fríblaðabólunni.

Ef við lítum hjá bólunni má hins vegar sjá langvarandi hnignun í útbreiðslu dagblaða, sem aftur má vafalaust rekja til breyttra þjóð- félagsgerðar, breyttrar fjölmiðlunar og breyttrar tækni, eins og menn þekkja.

Hitt er leiðinlegra, að þessar tölur ná aðeins til 2010 og ýmislegt gerst síðan. Hagstofan hefur vafalaust sínar afsakanir fyrir því að eiga ekki nýlegri tölur, en varla er auðveldara að finna áreiðanlegar tölur eftir því sem frá líður.