Concert, sem stendur fyrir komu goðsagnarinnar Bob Dylan hingað til lands, hefur tekið ákvörðun um að færa tónleikana kappans  þann 26. maí úr Egilshöll í Nýju Laugardalshöllina. Hefur náðst samkomulag við rekstraraðila Egilshallarinnar um þessa ráðstöfun, að því er segir í tilkynningu.

„Nýja Laugardalshöllin hefur nú nýverið fengið öll tilskilin leyfi fyrir allt að 8.000 manna tónleika er því ekkert til fyrirstöðu að færa tónleikana í þangað og ná þannig fram talsverðri hagræðingu, ekki síst í ljósi þess að á sama stað  heldur Concert aðra stórtónleika aðeins 3 vikum síðar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Um 6.000 miðar hafa selst  á tónleikana og því tvö þúsund miðar óseldir.