Dyngjunni hefur verið færður svokallaður jólakortastyrkur Opinna kerfa 2008.

Um er að ræða styrk sem veittur er í góð málefni í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort í pósti.

Gjöfin í ár er HP borðtölva,  skjár og fjölnotatæki, ásamt hátölurum og Microsoft Office leyfum.

Dyngjan er  áfangaheimili fyrir konur á öllum aldri sem eru að koma úr áfengis- og/eða vímuefnameðferð og hefur starfað í nær 20 ár.  Um 850 konur hafa dvalið á heimilinu og oft fylgja þeim börn, en það er stór þáttur í bata kvennanna að þær hafi aðstöðu til að sinna þeim.