Jerome Kerviel, verðbréfasalinn sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið mettapi uppá 5,6 milljarða Bandaríkjadali hjá frönskum banka, vinnur meira en hálfa milljón dali í bætur.

Ósanngjörn uppsögn

Niðurstaða dómarans í París er að franski bankinn Societe Generale SA hafi átt að vita að verðbréfasalinn hafi farið langt fram úr viðskiptaheimildum sínum að minnsta kosti síðan í apríl 2007. Hafi bankinn meðal annars fengið viðvörun vegna veglegs hlutar Kerviel í Allianz SE.

Niðurstaða franska dómarans er að bankinn hafi umborið aðgerðir verðbréfasalans svo hann geti ekki notað mistök sem rökstuðning fyrir að reka hann í febrúar 2008. Fær hann 455.500 evrur í bætur, sem er um 517 þúsund Bandaríkjadalir, en þar af eru 100 þúsund evrur fyrir að hafa fengið ósanngjarna uppsögn og 300 þúsund evru bónus fyrir árið 2007.

Bankinn hyggst áfrýja dómnum.