„Þetta lyftir Flugstöðinni upp á annað plan,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Fyrsta verslun bandaríska tískuvörurisans undir merkjum Victoria's Secret var opnuð í fríhöfninni í dag.

Victoria's Secret
Victoria's Secret

Eftirvæntingin eftir því að dyr verslunarinnar opnuðu formlega var mikil í morgun. Einn viðskiptavina beið óþreyjufullur eftir því að Ásta Dís lyki erindi sínu í tilefni af opnunni. Sá var á leið til Bandaríkjanna. Búið var að kalla út í vél og vildi viðkomandi skoða verslunina áður en hann færi í loftið. Óþarfi er kannski að taka fram að viðskiptavinurinn var kona. Erindi Ástu var því í styttri kantinum og fylltist verslunin fljótlega eftir það.

Viðskiptablaðið hefur áður greint frá því að Fríhöfnin flytur inn vörur beint frá Victoria's Secret í Bandaríkjunum og er þetta eina verslun undir merkjum Victoria's Secret hér á landi. Í versluninni fást snyrtivörur og fylgihlutir ásamt nærfötum fyrir konur að brjóstahöldurum undanskildum.

Skoða má myndir af opnuninni á vef Fríhafnarinnar .

Ásta Dís Óladóttir
Ásta Dís Óladóttir