Nýja tónlistarhúsið Harpa sem opna á formlega í maí 2011er nærri tvöfalt stærra og ríflega þrefalt dýrara en upphaflega var gert ráð fyrir í samkomulagi sem undirritað var á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins 2002. Húsið verður vígt með tónleikum Vladimirs Ashkenazy 4. maí 2011 og þeim verður síðan fylgt eftir með opnunarhátíð 13. maí, degi fyrir Evrovision keppi evrópskra sjónvarpsstöðva 2011.

Harpa verður 28.000 fermetrar en ekki 15.000 fermetrar eins og gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem undirritað var 11. apríl 2002. Þar rituðu nöfn sín þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.

Miðaðist samningurinn við 15.000 fermetra samanlagða stærð tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar. Sérhannaður tónleikasalur átti samkvæmt samkomulaginu að rúma um 1.500 áheyrendur, þar af 200 fyrir aftan svið og því 1.300 í salnum sjálfum.

Nú er salurinn orðinn 1.300 fermetrar og mun rúma allt að 1.800 gesti. Til samanburðar tekur stærsti salurinn í óperuhúsinu í Osló 1.350 manns í sæti.

Sjá ítarlega úttekt í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins