Það duga engar venjulegar fatadruslur í þá mönnuðu ferð sem NASA fyrirhugar að fara til tunglsins árið 2020.

Samtals er ráðgert að eyða í þann saumaskap 745,4 milljónir dollara eða sem svarar um 63 milljörðum króna á gengi gærdagsins.

Hefur NASA gert samning Oceaneering International Inc í Houston um að hanna, þróa og framleiða nýjan fatnað á væntanlega geimfara.

Undirverktakar OI eru Air-Lock Inc. í Milford, David Clark Co. í Milford og Worcester, Cimarron Software Services Inc. í Houston, Harris Corporation í Palm Bay, Honeywell International Inc. í Glendale, Paragon Space Development Corp. í  Tucson, og  United Space Alliance í Houston.

Um er að ræða tvennskonar fatnað, annars vegar til að vera í við flugtak og lendingu og hins vegar til að vera í þegar spásserað verður á yfirborði tunglsins.

Eiga nýju fötin eiga að verja geimfara fyrir geimgeislum í ferð þeirra til alþjóðlegu geimstöðvarinnar og í ferð þaðan til tunglsins árið 2020.

Undirbúningskostnaður þessarar fatahönnunar er áætlaður 183,3 milljónir dollara. Undirbúningsvinna hófst hann nú í júní 2008 og lýkur í September 2014. Síðan er áætlað er að flugtaksdressið kosti um 302,1 milljón dollara í hönnun og framleiðslu.

Byrjað verður á saumaskapnum í október 2010 og á honum að ljúka árið 2018.

Í tunglgöngugallann sjálfan sem byggður verður að hluta á hönnun flugtakssamfestingsins, er áætlað að eyða 260 milljónum dollara, en það fer þó eftir því hvaða efni verða fyrir valinu í búninginn.

Þá verður örugglega mikið spáð í mynstrið á skósólunum sem munu marka ný spor manna á tunglinu. Hafist verður handa við þennan saumaskap árið 2014 og gert er ráð fyrir að saumkonur (eða karlar svo gætt sé alls jafnréttis), skómakarar og aðrir handverksmenn ljúki þeirri vinnu sinni á árinu 2018.