Á síðustu 12 mánuðum féll húsnæðisverð í Hyde Park hverfinu í London um 14%, sem er mesta lækkun sem orðið hefur á húsnæðisverði í einna af dýrustu hverfum borgarinnar.

Hefur húsnæðisverð lækkað um 6,7% í bestu hverfunum í kjölfar hækkunar á sölusköttum segir í skýrslu Knight Frank LLP sem birtist í dag.

Verðlækkunin er þó að valda aukinni eftirspurn á markaðnum á ný á síðustu þremur mánuðum.

Lækkun í kjölfar skattahækkuna og atkvæðagreiðslu

Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í júní þar sem afráðið var að Bretland myndi ganga út úr Evrópusambandinu lækkaði verðið nokkuð.

Aðrir þættir sem hafa valdið minnkandi eftirspurn á síðasta árinu eru 3% skattur á kaup einstaklinga á heimili númer tvö sem sett var í í apríl 2016 og svo aukagjald á lúxusíbúðir í desember 2014.

Stimpilgjöld fyrir íbúð númer 2 sem kosta 7,5 milljón pund eru nú orðin meira en ein milljón pund eða sem nemur tæpum 142 milljónum íslenskra króna.

Næst mesta verðlækkunin í þeim hverfum sem Knight Frank skilgreinir sem dýrustu hverfin í miðborg London, var í Chelsea hverfinu þar sem húsnæðisverð lækkaði að meðaltali um 13,3%. Næst á eftir því kom Kensington sem lækkaði um 11,9%.

250 þúsund krónur á fermetrann

Verð á lúxusíbúðum fór lægst í 22 mánuði í september síðastliðnum en nú er það 6,9% lægra en þegar það náði hámarki í nóvember 2014. Meðalverðið er 1.787 pund á fermetra, eða sem nemur 1,8 milljón pund á hverja meðalíbúð.

Í íslenskum krónum svarar þetta til 253 þúsund krónur á fermetrann.