*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 18. febrúar 2015 13:32

Dýrara að fljúga til Kaupmannahafnar en Lundúna og Óslóar

Miklu munar á lægstu fargjöldum íslensku og erlendu flugfélaganna í maí, samkvæmt úttekt Túrista.

Ritstjórn

Flugmiði sem bókaður er með tólf vikna fyrirvara til Kaupmannahafnar í maí næstkomandi kostar um 60% meira en miði til Óslóar á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Túrista.

Til Kaupmannahafnar fljúga aðeins íslensku flugfélögin og eru ódýrustu flugmiðarnir þangað á um 35 þúsund krónur bæði hjá Wow air og Icelandair. Flugmiði til Óslóar á sama tíma með Norwegian kostar hins vegar um 22 þúsund krónur og flugmiði til Lundúna með Easyjet um 24 þúsund krónur.

Ef ætlunin er hins vegar að ferðast til útlanda eftir fjórar vikur býður Wow air lægsta verðið til Lundúna og Kaupmannahafnar en Norwegian er ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til Óslóar. 

Hægt er að skoða verðmuninn nánar á vef Túrista.