Á næstu árum verður þörf fyrir kostnaðarsamar breytingar og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Hluti framkvæmdanna verður fjármagnaður úr rekstri flugvallarins en ekki liggur fyrir hvernig stærri framkvæmdir verða fjármagnaðar.

Fjármögnunarþörf fyrir framkvæmdir og breytingar á Keflavíkurflugvelli á næstu árum nemur um 10-15 milljörðum króna samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Til samanburðar er áætlað að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði um 11 milljarðar króna.

Eins og fram kom í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í síðustu viku mun skapast þörf fyrir miklar breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ljósi mikillar fjölgunar flugfarþega á síðustu árum og spár um frekari fjölgun. Annað hvort þarf að stækka flugstöðina og fjölga flugvallarstæðum eða breyta skipulagi og dagskrá áætlunar- og leiguflugs á vellinum þar sem hann ber tæplega lengur þann mikla fjölda sem um hann fer yfir háannatíma.

Nánari umfjöllun um málið er í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.