Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ástæða hækkunar kostnaðartalna á Tónlistarhúsinu úr 18 úr 22,8 milljarða sé m.a. endurmat á öllum þáttum verkefnisins. Upphaflega hafi t.d. verið gert ráð fyrir minna húsi sem Portus hafi ákveðið að stækka það án þess að til kæmi aukið framlag frá ríki og Reykjavíkurborg.

„Við sitjum uppi með það núna sem ekki var fyrirséð að halda húsinu áfram í þeirri stærð sem þessir aðilar ákváðu að setja það í. Það er langt umfram það sem samkeppnin sjálf gekk út á. Þetta er líka byggt á því að búið er að endurskoða allar áætlanir. Þá er gætt mikils varúðar varðandi reksturinn og ekki lengur reiknað með þeim tekjum eins og gert hafði verið ráð fyrir af hálfu Portusmanna. Sömu leiðis hefur byggingarkostnaður verið endurreiknaður frá grunni.”

Auk þess segir Júlíus að eftir bankahrunið í haust og fall krónunnar hafi komið til mjög aukin erlendur kostnaður vegna hráefniskaupa og m.a. annars vegna glerhjúpsins sem framleiddur er í Kína. Hann segist þó vona að samningarnir sem gerður var við Kínverjana haldi áfram.