Það er ekki eingöngu í Reykjavík sem áhyggjur eru uppi af því að fjárfesting í uppbyggingu lúxusíbúða hafi mögulega farið fram úr eftirspurnarhliðinni. Financial Time s fjallar um hvernig íbúðir dýrari endi húsnæðismarkaðarins í stórborgum frá Vancouver till Sydney standi auðar þrátt fyrir að fermetraverð hafi lækkað mikið.

Ólíkt uppbyggingunni í Reykjavík beinir Financial Times sjónum sínum að borgum þar sem uppbyggingin hefur verið drifin áfram af alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum.  Fjárfestingarnar náðu hámarki á árunum 2014 og 2015 þegar kaupendur, aðallega kínverskir ríkisborgarar, festu kaup á rándýrum lúxusíbúðum, mörgum enn óbyggðum, án þess að skoða íbúðirnar eða hitta seljandann. Markmiðið með kaupunum hvort eð er aldrei að búa í íbúðunum heldur frekar koma sparnaði í öruggt skjól.

Væntingar um ávöxtun sem byggðu á grundvelli mikilla verðhækkana íbúða á þessum tíma, voru sömuleiðis mjög miklar. Þannig segir er í einum sölubækling frá 2016, sem ætlaður var kínverskum kaupendum, að reikna mætti með að lúxusíbúð í London mynd hækka um 21% í verði á næstu fjórum árum. Financial Times segir umræddar íbúðir enn standa auðar þrátt fyrir að hafa lækkað um rúm 10%.