Dýrast er að búa í Tókýó samkvæmt könnun um framfærslukostnað borga um allan heim (e. Worldwide Cost of Living 2011). Tókýó tróndi einnig á toppnum árið 2010.

Framfærslukostnaður í Ástralíu hefur hækkað mest milli ára og hefur kostnaðurinn náð hæstu hæðum í eftirfarandi borgum; Sydney (6.sæti), Melbourne (7.sæti), Perth (13.sæti) og Brisbane (14.sæti).

Af fimmtutíu dýrustu borgunum er helmingurinn borgir Evrópuríkja. Þar er París í fjórða sæti og Zurich í því fimmta og Frankfurt og Geneva í áttunda og níunda.

Ef þróunin síðstu tíu ár er skoðuð má sjá að framfærslukostnaður í borgum í Asíu hefur almennt lækkað. Fyrir tíu árum var Hong Kong í 3.sæti  en er nú í 22.sæti. Þá fellur Shanghai úr 16.sæti í 48.sæti og Peking úr 11.sæti í 64.sæti. Þó eru hafa Bangkok og Jakarta færst ofar á listann.

Bandarískar borgir hafa einnig almennt færst niður eftir listanum. New York er í 49.sæti og er ódýrari en Chicago og Los Angeles. Framfærslukostnaður er lægstur í Atlanta af borgum í Bandaríkjunum og er jafn ódýrt að búa þar og í Kiev í Úkraínu.

Topp tíu - hæsti framleiðslukostnaður

  1. Tókýó (Japan)
  2. Osló (Noregur)
  3. Osaka (Japan)
  4. París (Frakkland)
  5. Zurich (Sviss)
  6. Sydney (Ástralía)
  7. Melborune (Ástralía)
  8. Frankfurt (Þýskaland)
  9. Geneva (Sviss)
  10. Singapúr (Lýðveldið Singapúr)

Þá er New Delhi í Indlandi með fimmta ódýrara framfærslukostnaðinn, þá Tehran í Íran, Mubai á Indlandi, Túnis og ódýrast er að búa í Karachi í Pakistan.

Við útreikningar er m.a. stuðst við verð á matvörum, fatnaði, heimilisvörum, afþreyingu, samgöngum, áfengi og tóbaki.